FAQ

Hvers vegna opnast click-fölsin/nótin?

Click-læsingin opnast bara er borðin kólna! Þetta getur átt sér eftirfarandi ástæður:

 • Click-tengingin var ekki almennilega læst – sem sagt: ekkert „Click“! ( annað hvort var bara þrýst á eða óhreinindi voru í falsinu/nótinni
 • Click-tengingin skaddaðist við læsinguna (brotnaði)!
 • Borðin hafa hitnað um of og bylgjast (t.d. við mikið sólskin) Við það hefur Click-falsið/nótin losnað (og kannski skemmst) - og gliðnað í sundur, þegar borðin kólnuðu!
 • Borðin hafa verið lögð í sumahitum. Þau kólna og „blokkerast“ eða læsast ekki saman vegna þungra hluta, vegna falss, sem kíttað hefur verið í og lím hefur verið notað við, vegna borða í dyraumbúnaði o. s. frv.
 • Undirlagsmottan er of mjúk eða of þykk! Borðin þrýstast saman, bylgjast og fara úr læsingunni

Gólfið bylgjast og verður ójafnt!

Gólfið gengur í bylgjum, ef borðin hitna og geta ekki jafnað sig. Þetta getur haft eftirfarandi orsakir:

 • Borðin voru lögð, þegar kalt var!
 • Borðin eru í sterku sólskini og þenjast út!
 • Borðin hitna í skini ljóskastara eða depilljósa og hitna þess vegna (t.d. í útstillingarrýmum!)
 • Í undirlaginu eru sprungur (t.d. í flotsteypugólfi!), sem borð eru sett á!

Clik-tenging bylgjast! Þetta getur haft eftirfarandi ástæður:

 • Borðin voru ekki sett saman af nægilegri kostgæfni, heldur voru þau slegin saman!
 • Í Click-falsinu/nótinni voru óhreinindi, þegar átti að læsa!
 • Borðin hafa hitnað mjög og geta ekki jafnað sig!
 • Í undirlaginu eru sprungur (t.d. í flotsteypugólfinu!), sem borðin eru sett á!
 • Undirlagsmottan er of mjúk eða of þykk! Borðin þjappast saman, bygljast og fara úr læsingunni.

Slæm lykt af gólfinu!

Því miður hefur ekki reynst kleift að framleiða vínýl algjörlega lyktarlaust. Samkvæmt DIN EN 16000 reglunum á þessi lykt að hafa dofnað eftir 28 daga þannig að hún er ekki lengur til ama.

Eru þessi lyktarefni skaðleg?

Nei! Samkvæmt TÜV-prófskýrslu eftir DIN EN 16000 reglum frönsku VOC-reglugerðarinnar var staðfest hvað varðar borðin frá okkur, að þau eru í besta klassa A+ og leyfilegt er að nota þau í íbúðarými.

Hvaða efni eru í borðunum?

Result [mg/m3] klassi A+
Formaldehýð 5 A+ < 10
Acetaldehýð 10 A+ < 200
Toluene 16 A+ < 300
Tetraklóreþene n.d. A+ < 250
Xylene n.d. A+ < 200
1,2,4- Trimethýlbenzene n.d. A+ < 1000
1,4- Díklórbenzene n.d. A+ < 60
Ethýlbenzene n.d. A+ < 750
2-Butoxyeþanól n.d. A+ < 1000
Styrene n.d. A+ < 250
TVOC 37 A+ < 1000

Hvaða varmamótsöðu hefur vínýl-gólfefni?

Varmamótstaða á þeim vínýl-borðum, sem við framleiðum (5 mm) liggur samkvæmt EN EN 12664 / EN12524 við 0.067 m2•K/W

Skýrgreining: varmamótstaða:
Rth = ∆T / Qv
∆T = hitastigsmunur
Qv = hitastreymi
Skýrgreining varmaleiðsluhæfni:
λ = l / (Rth • A)
Einingin, sem varmamótstaðan er mæld í er K/W (Kelvin / Watt)

Útreikningur á varmamótstöðu með kosti í huga:
Hægt er að leggja saman gildi hinna ýmsu gólflaga!
Hiti í gólfi: Summa af gildum allra gólflaga ætti ekki að fara yfir 0.15 m2•K/W

Samanburður: 25cm steinsteypugólf Rth = 0.10 m²•K/W
7cm flotsteypa Rth = 0.05 m²•K/W
undirlagsmotta dBCover 1510 Rth = 0.051 m²•K/W
25mm spónplata Rth = 0.171 m²•K/W
30mm gegnheil fura Rth = 0.231 m²•K/W
keramikflísar Rth = 0.010 m²•K/W

Er gólfið „antístatískt“?

Samkvæmt tilraunaskýrslum liggur rafhleðsla vínýl-borða okkar við 1,84 kV! Samkvæmt EN 1815 má hámarks rafhleðsla ekki fara fram úr 2 kV, svo að gólfefnið komist á lista sem „antístatískt“! Niðurstaðan er sú að gólfefnið er „antístatískt“!

Athugið: Þar sem rýmið er vandasamt ( skurðstofur, framleiðslurými fyrir elektróníska hluta o. s. frv.) er krafist lægri gilda!

Borðin hafa ójöfnur og mjóar rifur!

Samkvæmt EN 649 og EN 651 liggja mörkin fyrir PVC lög við 0.2 mm (ca eins og tvö bankakort). Þess vegna er einungis hægt að gera aðfinnslur við hærri ójöfnur eða breiðari rifur.

Gólfefnið hefur galla í mynstri og bylgjast o. s. frv.!

Samkvæmt þeim normum, sem notuð eru, verða gallar að vera sjáanlegir úr 1.80 m hæð (augnhæð) og skal ljósið koma lóðrétt að ofan eða að aftan ca 2.40 m framan við tána á skónum til þess að hægt sé að koma fram með kvörtun og krefjast bóta. Gallar, sem eru aðeins sjáanlegir, ef legið er á hnjánum og horft á móti ljósi, er ekki hægt að taka til greina!

Í hvaða nýtingarklassa (EN 685) er hægt að skipa borðunum?

 • Borð með 0,1 mm slitlagi: Nýtingarklassi 21
 • Borð með 0,3 mm slitlagi: Nýtingarklassi 23/31
 • Borð með 0,5 mm sitlagi: Nýtingarklassi 33/42

Íbúðir – rými, sem er ætlað til persónulegra nota
 • 21 hófleg / lítil: Rými með lítilli eða tímabundinni notkun. Svefnherbergi
 • 22 venjulegt / í meðallagi: Rými meða meðal nýtingu, dagstofur, forstofur
 • 23 mikil notkun: Rými, sem eru í mikilli notkun, dagstofur, forstofur, borðstofur og gangar

Atvinnurými, þar sem gert er ráð fyrir opinberri starfsemi eða atvinnustarfsemi
 • 31 hóflegt: Rými í lítilli eða tímabundinni notkun, svefnherbergi, fundarherbergi, litlar skrifstofur
 • 32 venjulegt: Rými í meðal notkun, skólastofur, litlar skrifstofur, hótel, verslanir
 • 33 mikil notkun: Rými í mikilli notkun, gangar, verslunarhús, hótelmóttökur, skólar og fjölmennar skrifstofur
 • 34 mjög mikil notkun: Rými fyrir mikla notkun, fjölnotarými, afgreiðslurými, verslunarhús

Iðnaður – rými, þar sem gert er ráð fyrir léttri framleiðslu
 • 41 hóflegt: Rými, þar sem vinna fer fram sitjandi á stólum og þar sem öðru hvoru eru notuð létt farartæki. Rafeindaverkstæði og verkstæði fyrir fínan vélaiðnað
 • 42 venjulegt: Rými, þar sem vinnan fer aðallega fram standandi og /eða þar sem ökutæki fara um, lagerrými, framleiðsluskemmur
 • 43 sterkt: Annað iðnaðarhúsnæði, vöruskemmur og verksmiðjur

Í hvaða slit-klassa eru vínýl-gólfefni okkar (EN 660-2)?

Vínýlgólf efni okkar tilheyra klassa T

2.1 Klassaskipting á sveigjanlegu gólfefni

2.1.1 EN 649, klassaskipting á einsleitum og ólíkum PVC-gólfefnum

Í fyrsta skrefi er gegnið úr skugga um (tafla 1), í hvaða slitklassa gólfefnið er í.

Tafla 1
Slitklassi T P M F
Þykktarrýrnun mm EN 660-1 ≤ 0,08 ≤ 0,15 ≤ 0,30 ≤ 0,60
Ummálsrýrnun mm³ EN 660-1 ≤ 2,0 ≤ 4,0 ≤ 7,5 ≤ 15,0

Gólfefni með gagnsæju slitlagi tilheyra sjálfkrafa – ohne prófunar – slitklassa T!