Persónuverndaryfirlýsing

Friðhelgi einkalífs þíns er okkur mikilvæg. Við viljum að þú upplifir öryggi hjá okkur. Af þessum sökum gætum við og persónuverndarfulltrúi okkar þess að reglum um persónuvernd sé fylgt, einkum almennu evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR) og þýskum lögum um persónuvernd (BDSG). Hér veitum við upplýsingar um það í hvaða skyni við vinnum úr persónuupplýsingum þínum og hvernig þú getur neytt réttar þíns. Hægt er að nálgast persónuverndarstefnuna hvenær sem er í flipanum „Persónuvernd“ neðst á hverri síðu.

Nafn og samskiptaupplýsingar ábyrgðaraðila

B! Design eru vörur og þjónusta frá BAUHAUS. Notendaþjónusta fer fram hjá BAUHAUS-félögum (https://www.bauhaus.info/gesellschaften) á grundvelli samkomulags um sameiginlega ábyrgð í skilningi 1. málsl. 1 mgr. 26 gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Sameiginlegur tengiliður vegna fyrirspurna viðskiptavina eða skráðra einstaklinga um málefni sem tengjast persónuvernd er

BAUHAUS AG
Zweigniederlassung Mannheim
Gutenbergstraße 21

68167 Mannheim

Þýskalandi

Sími: 0800 3905 000

Netfang: datenschutz@bauhaus.info.

BAUHAUS AG sér til þess að skráður einstaklingur geti neytt réttar síns samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (sjá „Réttindi skráðs einstaklings“).
BAUHAUS-félögin miðla öllum fyrirspurnum viðskiptavina og þriðju aðila að því er varðar persónuvernd áfram til BAUHAUS AG. Þetta varðar ekki beinar fyrirspurnir til persónuverndarfulltrúa. Nálgast má meginatriði samkomulags um sameiginlega ábyrgð í skilningi 1. málsl. 1 mgr. 26 gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar á vefslóðinni: www.bauhaus.info/gemeinsam_verantwortliche.

Samskiptaupplýsingar persónuverndarfulltrúa

Hafir þú sem skráður einstaklingur spurningar varðandi það hvort farið sé að persónuverndarreglum við vinnslu persónuupplýsinga þinna standa þér tvær leiðir til boða til að leggja fram spurningar eða koma þeim á framfæri:

  • Senda skal almennar fyrirspurnir varðandi persónuvernd og réttarkröfur skráðra einstaklinga, t.d. upplýsingabeiðnir, til persónuverndarsviðs BAUHAUS á netfangið datenschutz@bauhaus.info og láta fylgja með ítarlegar skýringar og samskiptaupplýsingar.
  • Einnig má senda sértækar fyrirspurnir beint til skipaðs persónuverndarfulltrúa á netfangið: datenschutzbeauftragter@bauhaus.info.

Tilgangur og lagagrundvöllur vinnslu persónuupplýsinga

Annálaskrár á netþjóni

Þegar farið er á síðuna www.bdesign-vinyl.de skráir netþjónninn það sjálfkrafa í svokölluðum annálaskrám. Skráðar eru upplýsingar um vafrann sem er notaður, stýrikerfið og tímasetningu heimsóknarinnar. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar við tölfræðilega úrvinnslu, af öryggisástæðum (t.d. til þess að upplýsa um misnotkun eða svik) sem og við rekstur vefsvæðisins. Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsinga er f-liður 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Lögmætir hagsmunir okkar felast í rekstri, framsetningu og endurbótum á stöðugleika og virkni vefsvæðis okkar.

Þér ber hvorki lagaleg né samningsbundin skylda til þess að láta ofangreindar persónuupplýsingar í té. Án úrvinnslu á annálaskrám netþjónsins er hins vegar ekki tryggt að hægt sé að inna þjónustuna af hendi og að vefsvæði okkar virki sem skyldi. Auk þess kann tiltekin þjónusta að vera takmörkuð eða ekki í boði.

Notkun á vafrakökum

Þegar þú kemur á vefsíðu okkar eru vafrakökur vistaðar í tölvunni þinni. Vafrakökur eru litlar textaskrár sem tengjast vafranum sem er notaður, eru vistaðar á harða diski tölvunnar og miðla tilteknum upplýsingum til aðilans sem lét vista þær. Vafrakökur geta ekki keyrt forrit eða smitað tölvuna af vírusum. Þær gegna því hlutverki að gera vefsíður notendavænni og skilvirkari. Á þessari vefsíðu eru vafrakökur til dæmis notaðar til þess að geta greint atferli notenda á síðunni. Hægt er að breyta stillingum vafrans eftir óskum og þannig til dæmis velja að hafna öllum vafrakökum eða eingöngu vafrakökum frá þriðju aðilum. Athugaðu að þetta getur leitt til þess að einhverjir eiginleikar vefsíðunnar standa ekki lengur til boða.

Google Analytics

Við notumst við Google Analytics, vefgreiningarþjónustu Google Ireland Limited, Gordon House, Barrow Street, Dublin 4, Írlandi („Google“). Google notar vafrakökur. Upplýsingarnar sem vefkökurnar afla um notkun á vefsvæðinu eru yfirleitt fluttar á netþjón hjá Google í Bandaríkjunum og vistaðar þar.

Google er með vottun samkvæmt „Privacy Shield“ sem tryggir að farið sé að evrópskum persónuverndarlögum (https://www.privacyshield.gov/participant?id=a2zt000000001L5AAI&status=Active).

Google mun nota þessar upplýsingar á okkar vegum til að greina notkun á vefsvæði okkar, taka saman skýrslur um aðgerðir á vefsvæðinu og einnig til að veita okkur frekari þjónustu í tengslum við notkun vefsvæðisins og internetsins. Upplýsingarnar sem unnið er úr kunna að vera notaðar til þess að útbúa notendasnið með gerviauðkenni. Vinnsla persónuupplýsinga fer fram á grundvelli samþykkis þíns samkvæmt a-lið 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Þú getur afturkallað samþykki þitt hvenær sem er með framvirkum hætti. Hér fer á eftir lýsing á því hvaða leiðir standa til boða til að afturkalla samþykki.

Við alla notkun okkar á Google Analytics eru IP-tölur gerðar ópersónugreinanlegar. Það felur í sér að Google styttir IP-tölur notenda innan aðildarríkja Evrópusambandsins eða ríkja sem eru aðilar að EES-samningnum. Aðeins í undantekningartilvikum er IP-talan send í heild sinni á þjón hjá Google í Bandaríkjunum og stytt þar.

IP-talan sem vafri notandans sendir er ekki samkeyrð við aðrar upplýsingar hjá Google. Notendur geta komið í veg fyrir að vafrakökur séu vistaðar með því að breyta stillingum vafrans sem og komið í veg fyrir að vafrakökur skrái og miðli upplýsingum um notkun þeirra á vefsvæðinu til Google og að Google vinni úr upplýsingunum með því að sækja og setja upp vafraviðbót á eftirfarandi vefslóð: http://tools.google.com/dlpage/gaoptout?hl=de.

Frekari upplýsingar um notkun Google á upplýsingum, mögulegar stillingar og leiðir til að andmæla er að finna í persónuverndarstefnu Google (https://policies.google.com/technologies/ads) sem og í stillingunum fyrir birtingu auglýsinga frá Google (https://adssettings.google.com/authenticated).

Ef vafraviðbótin er ekki notuð eða notaður er vafri í fartæki er hægt að smella á þennan tengil til þess að loka fyrir skráningar Google Analytics á þessu vefsvæði:

Analytics-Opt-Out

Analytics-Opt-Out

Svokölluð „opt-out“-vafrakaka er þá vistuð í tækinu þínu. Ef vafrakökum er eytt verður að smella aftur á tengilinn.
Notendum ber hvorki lagaleg né samningsbundin skylda til þess að láta ofangreindar persónuupplýsingar í té. Án þessara upplýsinga getum við hins vegar ekki greint notkun á vefsvæðinu, endurbætt það og rekið það á hagkvæman hátt.

YouTube

Til þess að birta myndbönd notar vefsíðan þjónustu YouTube LLC , 901 Cherry Avenue, San Bruno, CA 94066, Bandaríkjunum, með milligöngu Google Inc., 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkjunum. Yfirleitt er IP-tala notanda send til YouTube og vafrakökur vistaðar í tölvunni um leið og síða með innfelldum myndböndum er opnuð.

Við höfum hins vegar fellt YouTube-myndbönd okkar inn með ítarlegri persónuverndarstillingu (YouTube hefur þá enn samband við þjónustuna Double Klick frá Google, en samkvæmt persónuverndarstefnu Google fylgir því ekki vinnsla á persónuupplýsingum). Þetta gerir að verkum að YouTube vistar ekki upplýsingar um notendur nema að þeir horfi á myndbandið. Þegar þú smellir á myndbandið er IP-talan þín send til YouTube og YouTube fær þannig upplýsingar um að þú hafir horft á myndbandið. Ef þú ert skráð(ur) inn á YouTube eru þessar upplýsingar einnig tengdar við notandareikninginn þinn (þú getur komið í veg fyrir það með því að skrá þig út af YouTube áður en þú horfir á myndbandið).

Frekari upplýsingar um tilgang og umfang söfnunar og vinnslu YouTube á persónuupplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu fyrirtækisins. Þar finnur þú einnig frekari upplýsingar um réttindi þín og stillingamöguleika til að vernda friðhelgi einkalífs þíns: https://www.google.de/intl/de/policies/privacy. Vinnsla Google á persónuupplýsingum þínum fer að hluta til fram í Bandaríkjunum og hefur fyrirtækið skuldbundið sig til að framfylgja samkomulagi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna til varnar friðhelgi einkalífsins, https://www.privacyshield.gov/EU-US-Framework.“

Viðtakandi persónuupplýsinga

Að því marki sem lög leyfa eru persónuupplýsingar þínar gerðar aðgengilegar eftirfarandi fyrirtækjum innan ESB:
Öðrum BAUHAUS-félögum (https://www.bauhaus.info/gesellschaften) og vinnsluaðilum á þeirra vegum til frekari ráðgjafar, til að ganga frá samningum sem óskað hefur verið eftir eða til að veita aðra þjónustu þegar slíks er þörf. Vinnsluaðilum á vegum BAUHAUS AG vegna þjónustu á sviði upplýsingatækni og umsjónar með bakvinnslu fyrir vefsíðuna.

Vistunartími persónuupplýsinga

Persónuupplýsingarnar þínar eru vistaðar eins lengi og nauðsynlegt er hverju sinni:

  • Annálaskrár á netþjóni: 30 dagar
  • Google Analytics-vafrakaka: 2 ár

Réttindi skráðs einstaklings

BAUHAUS-félögin tryggja að þú getir neytt réttar þíns sem skráður einstaklingur.

Afturköllun samþykkis

Hafir þú veitt samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við notkun á þessari vefsíðu getur þú hvenær sem er afturkallað það samkvæmt 3. mgr. 7. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Senda má afturköllunina með tölvupósti á netfangið datenschutz@bauhaus.info eða bréfleiðis á ofangreint póstfang. Afturköllunin hefur aðeins þau áhrif að ekki verður unnið frekar með viðkomandi persónuupplýsingar. Þegar þú hefur afturkallað samþykki þitt gagnvart okkur hefur afturköllunin þar með áhrif á það hvort okkur er heimilt að vinna með persónuupplýsingar þínar. Athugaðu hins vegar að þá verður hugsanlega ekki mögulegt að vinna úr viðkomandi upplýsingum síðar.

Réttur til að andmæla vinnslu samkvæmt f-lið 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar

Samkvæmt 1. málsl. 1. gr. 21. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar hefur þú hvenær sem er, af ástæðum sem rekja má til sérstakra aðstæðna þinna, rétt til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna á grundvelli f-liðar 1. máls. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar.

Leggir þú fram andmæli munum við ekki halda vinnslu persónuupplýsinga þinna áfram nema að við getum sýnt fram á mikilvægar lögmætar ástæður fyrir slíku sem vega þyngra en hagsmunir, réttindi og frelsi þitt, eða að vinnslan fari fram í því skyni að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.

Frekari réttindi

Þú hefur einnig eftirfarandi rétt gagnvart ábyrgðaraðila að því er varðar vinnslu persónuupplýsinga þinna þegar um sérstök skilyrði er að ræða:

  • rétt skráðs einstaklings til aðgangs skv. 15. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar;
  • rétt til leiðréttingar skv. 16. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar;
  • rétt til eyðingar skv. 17. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar;
  • rétt til takmörkunar á vinnslu skv. 18. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar;
  • rétt til að flytja eigin gögn skv. 20. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar.
  • Þú hefur jafnframt rétt á að leggja fram kvörtun til eftirlitsstofnunar ef þú telur að vinnsla persónuupplýsinga þinna brjóti gegn ákvæðum almennu persónuverndarreglugerðarinnar.
Uppfærslur og breytingar

Breyta þarf persónuverndarstefnunni til samræmis við breyttar aðstæður og lagaumhverfi öðru hvoru. Áður en þjónusta okkar er notuð skal fara yfir persónuverndarstefnuna til að kanna hvort hún hafi tekið breytingum.

Útgáfa frá: 15.08.2019