Ábyrgð

Framleiðslulínurnar b!design star, maxi, maxi+ og tile bjóða upp á 5 ára FULLKOMNA ÁYRGÐ FYRIR ATVINNURÝMI.
Framleiðslulínan b!design clic býður upp á 10 ÁRA ÁBYRGÐ FYRIR ATVINNURÝMI MEÐ TAKMÖRKUNUM.
Framleiðslulínan b!design clic home býður upp á 5 ÁRA ÁBYRGÐ FYRIR ATVINNURÝMI MEÐ TAKMÖRKUNUM. EF GÓLFEFNIN ERU LÖGÐ Á ÍBÚÐARRÝMI GILDIR ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA Í 25 ÁR.

1. Umfang ábyrðar
Ef gert er ráð fyrir að gólfefnið hafi notið hirðingar samkvæmt neytendahandbók og verið notað eins og nýtingarklassinn gerir ráð fyrir og verið lagt samkvæmt leiðbeiningum, þá tekur ábyrgðin einungis til eftirfarandi atriða:

  1. Framleiðslugalla
  2. Yfirborð flagnar
  3. Miklar og óvenjulegar breytingar á lit og upplitun, ef gólfefnin voru ekki stöðugt undir áhrifum sólarljóss.

2. Útilokað frá ábyrgð er:

  1. Venjulegt notkunarslit og tjón, sem unnið hefur verið viljandi: Tjón, sem orsakast af rangri lagningu og hirðingu, efnafræðilegt slit vegna óviðeigandi hreinsiefna, gólflög, sem innihalda alkalí eða tjón, sem hlýst af „hydróstatískum“ þrýstingi, bruni, sprungur, bungur, blettir eða að glansinn fer af vegna eðlilegrar öldrunar og ytri áhrifa.
  2. Vinna eða vinnulaun fyrir að fjarlægja ónýtt gólfefni og lagninu nýs gólfefnis.
  3. Fylgiskaðar

Takmarkanir á notkun, seinkum á leigu húsnæðisins o. s. frv. ,sem hlýst af því að gólfefnið er fjarlægt og nýtt sett á. Allar skaðabótakröfur fyrir auka- og fylgiskaða eru útilokaðar.
Ef – vegna staðbundinna lagareglna – er ekki hægt að vísa frá kröfum vegna fylgiskaða, má vera að hægt sé að beita að einhverju marki takmörkunum, sem taldar eru upp undir punkti 2 . Vegna þeirra ábyrgða er sértækur réttur veittur. Ekki er hægt að leiða af honum frekari kröfur eða rétt. Þessa ábyrgð er einungis hægt að krefjast með því að dreifingar- eða söluaðili láti vita umsvifalaust. Þessari skýrslu verður að fylgja ljósrit af „original“ reikningi og fullkomin skýrsla um galla ásamt myndum. Dreifingar- eða söluaðili getur einungis ábyrgst/skrifað undir þessa ábyrgðarkröfu.